Fyrsta gámaskipið í tæp 13 ár

Pioneer bay leggst að bryggju í Höfn í Hornafirði.
Pioneer bay leggst að bryggju í Höfn í Hornafirði. mbl.is

Gámaskip Samskipa liggur nú við hafnarbakkann á Hornafirði en gámaskip frá skipafélaginu hefur ekki haft viðkomu þar síðan í ágúst árið 2000 eða í tæp 13 ár. Fram kemur í fréttatilkynningu að verið sé að lesta skipið, sem heitir Pioneer Bay, með loðnuafurðum sem fara eiga á Japansmarkað. Frá Hornafirði heldur skipið með loðnuafurðirnar til Hollands.

Ennfremur segir Samskip hafi í hyggju að nota Pioneer bay á nýrri siglingarleið við strendur landsins sem kynnt var nýverið. „Skipið fer þá frá Reykjavík til Ísafjarðar og verður þar 19. mars. Daginn eftir verður skipið á Akureyri og siglir þaðan til Reyðarfjarðar og svo áleiðis til Immingham í Bretlandi og Rotterdam í Hollandi með viðkomu í Kollafirði í Færeyjum.“ Þá segir að heildarburðargeta skipsins sé um 5.500 tonn og það taki rúmlega 500 20 feta gámaeiningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert