Laugardalslaugin lokuð

Laugardalslaugin var hreinsuð með háþrýstisprautun í dag.
Laugardalslaugin var hreinsuð með háþrýstisprautun í dag.

Laug­ar­dals­laug­in er lokuð í dag og á morg­un vegna fram­kvæmda en mikið rask hef­ur verið á bún­ingsaðstöðu laug­ar­inn­ar und­an­farna mánuði.

Á vef ÍTR kem­ur fram að opnað verður aft­ur á sunnu­dag­inn klukk­an átta um morg­un­inn en fram­kvæmd­ir við bún­ings­klefa laug­ar­inn­ar hóf­ust í nóv­em­ber. Í fyrsta áfanga var karla­klef­an­um lokað og kvenna­klef­an­um skipt í tvennt á milli kvenna á karla.

Fram­kvæmd­um lýk­ur í júní ekki í apríl

Áætlað var að þessu myndi ljúka fyr­ir 1. fe­brú­ar og að fram­kvæmd­um við end­ur­nýj­un kvenna­klefa myndi ljúka í apríl en nú er ljóst að það verður ekki fyrr en um miðjan júní.

Búið er að setja nýj­ar flís­ar, hita­lagn­ir, nýtt loftræs­ing­ar­kerfi, nýtt sturtu­kerfi og nýir skáp­ar með ra­f­ræn­um læs­ing­um í þeim klefa sem er til­bú­inn.

Búið að end­ur­nýja helm­ing bún­ingsaðstöðunn­ar

„Þegar opn­ar í bítið á sunnu­dag verður búið að end­ur­nýja helm­ing bún­ingsaðstöðunn­ar inni og fá kon­urn­ar að njóta henn­ar fyrst, en karl­arn­ir fá úti­klef­ana til af­nota tíma­bundið þar til seinni áfanga end­ur­nýj­un­ar lýk­ur um miðjan júní.  

Þá verður aft­ur boðið upp á kyn­skipta inni­klefa og úti­klefa eins og áður var.  Það mun þó ekki væsa um karl­ana í úti­klef­un­um því þar er hiti í gólf­um, skáp­um hef­ur verið fjölgað og komið hef­ur verið fyr­ir sér­stök­um sturtugámi,“ sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu sem fram­kvæmda­svið Reykja­vík­ur­borg­ar sendi frá sér í dag.

Í dag var verið að hreinsa laug­ina með háþrýst­ispraut­um. Þá verður einnig fyr­ir sunnu­dag búið að flytja inn­gang aft­ur í nýju af­greiðsluna en vegna breyt­ing­anna þurfti tíma­bundið að nota eldri inn­gang.

Mikl­ar fram­kvæmd­ir hafa verið við Laug­ar­dals­laug­ina und­an­far­in tvö ár án þess að það hafi þurft að loka laug­inni í lang­an tíma.

 „Það hefði ekki verið mögu­legt nema fyr­ir góðan skiln­ing okk­ar gesta sem sýnt hafa biðlund og þol­in­mæði“, seg­ir Logi Sig­urfinns­son for­stöðumaður Laug­ar­dals­laug­ar í til­kynn­ingu. 

Meðal  end­ur­bóta og breyt­inga sem lokið er má nefna nýj­an hreysti­völl, nýj­an sjópott,  end­ur­nýj­un brú­ar, hita­lagn­ir á sund­laug­ar­bakka með nýju mjúku yf­ir­borði, end­ur­bæt­ur á úti­klef­um, viðgerð á þaki stúk­unn­ar og nú á sunnu­dag verður lokið fyrri áfanga end­ur­bóta á bún­ings­her­bergj­um.

Verið er að endurnýja búningsaðstöðuna í Laugardalslauginni
Verið er að end­ur­nýja bún­ingsaðstöðuna í Laug­ar­dals­laug­inni
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert