„Niðurstaðan kemur okkur ekki á óvart,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Í bráðabirgðaniðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) kemur fram að bann við innflutningi á hráu kjöti hér á landi brjóti í bága við ákvæði EES-samningsins.
Við vinnslu á nýju matvælafrumvarpi árið 2009 sem m.a. var ætlað að innleiða reglugerðir ESB var heimild sem upphaflega var í frumvarpinu um innflutning á hráu kjöti felld út. Í árslok 2011 sendi SVÞ kvörtun til ESA vegna þessa.
Hingað til hefur ESA ekki tekið rök íslenskra stjórnvalda fyrir banninu til greina. Íslensk stjórnvöld hafa frest þangað til í lok maí til að bregðast við bráðabirgðaniðurstöðunni.