Vill ná fram auðlindaákvæðinu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn

„Úr því sem komið er þá styð ég þessar tilraunir formannanna [Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar og Katrínu Jakobsdóttur, formanns VG,] en legg auðvitað áherslu á það, eins og minn formaður hefur gert, að við sameinumst um það að reyna að ná fram auðlindaákvæðinu og beina lýðræðinu áður en þingi verður slitið,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag.

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag, en Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherra um afstöðu sína varðandi afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarpsins.

„Ég hef stutt allar mögulegar leiðir sem væru færar til þess að stjórnarskrá byggð á grunni stjórnlagaráðs myndi verða að veruleika og ná fram að ganga hér í samræmi við þjóðarvilja. Ég tel að það séu, og hafi verið, bæði mánefnanlega og tæknilega hægt að klára málið ef að minnihlutinn hefði ekki beitt þessu málþófsofbeldi sem hann hefur ítrekað gert í stjórnarskrármálinu,“ sagði Jóhanna.

Hún kveðst sannfærð um að það sé meirihlutavilji á Alþingi að ná fram auðlindaákvæðinu fyrir þinglok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert