VR stóð á tímamótum

Stefán Einar Stefánsson
Stefán Einar Stefánsson

„Árin 2008-2011 voru stéttarfélaginu VR mótdræg á margan hátt. Félagið glataði trausti félagsmanna og sundurlyndi einkenndi alla framgöngu forystumanna þess. Frá árinu 2011 hefur stjórn, trúnaðarráði og starfsfólki félagsins tekist að snúa af þeirri leið,“ segir Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, í grein í Morgunblaðinu í dag. Það hefur ekki gerst af sjálfu sér, enda var nauðsynlegt að taka margt til endurskoðunar í starfsemi félagsins og aðlaga það breyttum aðstæðum í íslensku samfélagi.

Í grein sinni segir formaðurinn m.a.: „Nú þegar félagsmenn VR ganga til kosninga og velja sér formann til næstu tveggja ára, standa þeir frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir vilji tryggja áframhald þeirrar stefnu sem haldið hefur verið síðastliðin tvö ár, eða hvort þeir telji ástæðu til að gera afgerandi breytingar á forystu þess og leita annarra leiða til að efla félagið.“

Lokaorð greinarinnar: „Forsenda þess að VR haldi styrk sínum á komandi misserum, geti þjónað félagsmönnum sínum og haft áhrif á samningagerðina framundan er styrk og stöðug forysta. VR á að vera mótandi afl í samfélagi, en það er ekki sjálfgefið að svo sé. Kosningarnar nú munu skera úr um afl og styrk félagsins á komandi árum.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert