„Það er ekkert leyndarmál af minni hálfu,“ segir Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Hann hefur óskað eftir því að taka ekki þátt í umfjöllun nefndarinnar um frumvarp Árna Páls Árnasonar um breytingar á stjórnarskránni þar sem það sé honum ekki að skapi. Hefur varamaður tekið sæti í nefndinni í umræðum um málið í hans stað.
Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefur að sama skapi ekki setið fundi nefndarinnar þar sem fjallað hefur verið um frumvarpið.