Meirihluti áfram andsnúinn aðild

AFP

Ný könn­un Capacent Gallup fyr­ir Sam­tök iðnaðar­ins um viðhorf til til aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu og aðild­ar­viðræðna gef­ur til kynna að 58,5% séu and­víg aðild en 25,1% hlynnt. Þess­ar töl­ur eru svipaðar og komu fram í sam­bæri­legri könn­un sem unn­in var árið 2012. Raun­ar er óveru­leg breyt­ing í viðhorf­um al­menn­ings til aðild­ar frá ár­inu 2010. 

Þegar spurt var út í viðhorf til aðild­ar­viðræðna kem­ur í ljós að 43,5% eru and­víg því að stjórn­völd dragi aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu til baka en 44,6% fylgj­andi. Mun­ur­inn þarna á milli er ekki töl­fræðilega mark­tæk­ur.

Loks var spurt hvernig væri lík­leg­ast að þú mynd­ir greiða at­kvæði ef aðild að Evr­ópu­sam­band­inu yrði bor­in und­ir þjóðar­at­kvæði núna. Þá segj­ast 70% vera á móti aðild en 30% með.

Sam­tök iðnaðar­ins hafa kannað hug til aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu reglu­lega frá ár­inu 2000. Nýju könn­un­ina og eldri kann­an­ir má finna hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert