Umtalsverð hækkun á ellilífeyri

Mannlíf í Gróttu.
Mannlíf í Gróttu. mbl.is/Styrmir Kári

Elli­líf­eyr­ir mun hækka úr rúm­um 34 þúsund kr. á mánuði upp í rúm­ar 161 þúsund krón­ur á mánuði ef frum­varp vel­ferðarráðherra um líf­eyr­is­rétt­indi al­manna­trygg­inga og fé­lags­leg­an stuðning verður að lög­um.

Aft­ur á móti verður tekju­trygg­ing elli­líf­eyr­isþega felld út með öllu en hún nem­ur rúm­um 107 þúsund krón­um í dag. Elli­líf­eyr­ir myndi á heild­ina litið hækka um tæp­ar 20 þúsund krón­ur á mánuði. Þá mun með þess­um áætluðu breyt­ing­um fram­færslu­bót þeirra elli­líf­eyr­isþega sem búa ein­ir hækka um rúm­ar 12 þúsund krón­ur, eða úr 37.739 krón­um í dag upp í 49.877 krón­ur eft­ir að breyt­ing­arn­ar taka gildi, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Í frum­varp­inu kem­ur fram að í nú­ver­andi kerfi fái um­tals­vert fleiri kon­ur en karl­ar líf­eyr­is­greiðslur eða um 16.700 kon­ur til sam­an­b­urðar við um 13.000 karla. Skýr­ing­in á þessu mun meðal ann­ars vera sú að kon­ur eigi minni rétt í al­menn­um líf­eyr­is­sjóðum en einnig er meðal­ald­ur þeirra hærri en meðal­ald­ur karla. Þá eru meðal­greiðslur til kvenna í nú­ver­andi kerfi tals­vert hærri en meðal­greiðslur karla eða um 109 þúsund krón­ur á mánuði sam­an­borið við 95 þúsund krón­ur á mánuði hjá körl­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert