Kjósa um hringtorg og þingmenn

Flúðir.
Flúðir. www.mats.is

Samhliða alþingiskosningunum 27. apríl munu Hrunamenn kjósa um hvort stefna skuli að T-gatnamótum eða hringtorgi á gatnamótin við Grund á Flúðum.

Í frétt Sunnlenska.is segir að á fundi hreppsnefndar á fimmtudag hafi oddviti kynnt uppdrætti sem Landform ehf. hefur gert þar sem fram koma tveir möguleikar á lausnum vegna gatnamótanna við Grund. Annars vegar er um að ræða útfærslu á T-gatnamótum og hins vegar hringtorg.

Hreppsnefnd samþykkti að halda ráðgefandi íbúakosningu um hvort stefna skuli að T-gatnamótum eða hringtorgi við gatnamótin við Grund. Kosning skal fara fram samhliða kosningum til Alþingis laugardaginn 27. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert