Tívolí-reiturinn í Hveragerði til sölu

Tívolíreiturinn.
Tívolíreiturinn.

„Við viljum gjarnan sjá hvað lóðarhafi getur gert á þessu svæði. Þetta er gríðarlega skemmtileg lóð og mér liggur við að segja á besta stað á Suðurlandi. Þarna eru miklir möguleikar fyrir alls konar starfsemi. Miðað við þann vöxt sem við sjáum í ferðaþjónustu hljóta þeir aðilar að horfa til þessarar staðsetningar,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis.

Gamli tívolí-reiturinn í Hveragerði hefur verið auglýstur til sölu. Nærliggjandi lóð hýsti áður Eden.

Byggingarsvæðið sem um ræðir er tvær samliggjandi lóðir, Austurmörk 24 og Sunnumörk 3, samtals 16.157 m². Áhugasamir geta fest kaup á lóðinni á 110 milljónir. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðum og/eða þjónustu á svæðinu. Svæðið hentar vel fyrir m.a. uppbyggingu í ferðaþjónustu, hótelíbúðir, veitingastaði, verslun o.s.frv. segir í auglýsingu frá Landmarki fasteignasölu.

Lóðin er í eigu Gaupnis ehf. sem er í eigu Ómars Halldórssonar.

„Þarna var rekstur, samkvæmt aðalskipulagi má vera með rekstur á þessum stað en þó ekki grófan iðnað. En undir öllum kringumstæðum þarf að deiliskipuleggja svæðið,“ segir Aldís og bendir á að skipulagsvaldið sé alltaf bæjarins.

Tveir hafa sýnt lóðinni mikinn áhuga, að sögn Þórarins Thorarensen, fasteignasala hjá Landmarki fasteignasölu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert