Valdalausir nema að svíkja loforð

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Ómar

„Skyldi þetta fólk vita að þingmennska er fyrir flesta þingmenn valdalaust tímabundið embætti nema þú látir undan gífurlegum þrýstingi og svíkir allt sem þú lofaðir kjósendum.“ Þetta segir Lilja Mósesdóttir þingmaður en henni þykir merkilegt hversu mörgum finnst þeir eiga erindi inn á Alþingi.

Lilja skrifar um málið á samskiptavefinn Facebook. Þar segir hún að mannorð þeirra fáu sem hafi kjark til að halda fast í stefnumálin sé svívirt, „oft með aðstoð samherja viðkomandi sem eru blindaðir af eigin hégómagirnd“.

Hún segist óttast að flestir þeirra sem fari inn á þing eftir kosningar muni taka upp stefnu Bjartrar framtíðar og vera með sem minnst vesen þegar á reyni. „Því miður er tími baráttunnar og vesensins ekki liðinn. Tryggja þarf að uppgjör þrotabúa gömlu bankanna verði almenningi hagstæð. Það mun ekki takast nema þingmenn búi yfir skarpskyggni, þekkingu og kænsku til að sjá í gegnum blekkingarvef hrægammasjóðanna. Höfum það í huga í næstu kosningum!“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert