Veitt eftirför og sleginn í andlit

Lögreglu höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um líkamsárás í Grafarvogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þá hafði bifreið verið veitt eftirför og þegar ökumaðurinn stöðvaði bifreiðina steig sá sem elti út úr bíl sínum og sló hann hnefahöggi í andlitið, með þeim afleiðingum að tennur brotnuðu. 

Rétt eftir klukkan tvö var bifreið stöðvuð á Eiríksgötu. Ökumaðurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert