Anna Pála Sverrisdóttir, lögfræðingur og starfsmaður utanríkisráðuneytisins var um helgina kjörin formaður Samtakanna 78 en Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands, lét af embætti formanns.
Meðal þess sem helst var rætt á aðalfundi Samtakanna 78 um helgina var þörf á stefnumótun um hvernig Samtökin geti best gegnt hlutverki sínu nú þegar stórir áfangar í átt að lagalegu jafnrétti hafa náðst og hvernig staðið skuli að veitingu mannréttindaviðurkenninga Samtakanna ´78, segir í fréttatilkynningu.
Stjórn Samtakanna ' 78
Formaður: Anna Pála Sverrisdóttir, varaformaður: Sigurður Júlíus Guðmundsson, gjaldkeri: Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, ritari: Svandís Arna Sigurðardóttir og meðstjórnendur eru Fríða Agnarsdóttir, Guðrún Arna Kristjánsdóttir og Örn Danival Kristjánsson.