„Það er alveg ljóst að þessir þrír flokkar ætla í kosningabandalag og Framsóknarflokkurinn verður ekki í því bandalagi, svo ég taki af skarið með það; ekki frekar en í bandalagi með öðrum flokkum,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks framsóknarmanna.
Gunnar Bragi sagði að flokkarnir sem ætluðu að greiða atkvæði gegn tillögu um vantraust á ríkisstjórnina, Samfylkingin, VG og Björt framtíð, ætluðu sér að standa saman þegar gengið yrði til kosninga og reyna að halda lífi í núverandi ríkisstjórn. Framsóknarflokkurinn myndi ekki taka þátt í því.