Lilja styður tillögu um vantraust

Lilja Mósesdóttir á Alþingi
Lilja Mósesdóttir á Alþingi mbl.is/Ómar Óskarsson

Lilja Mósesdóttir lýsti því yfir á Alþingi í dag að hún ætlaði að greiða atkvæði með tillögu Þórs Saari um vantraust á ríkisstjórnina. Hún gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði að ríkisstjórnin hefði aldrei staðið undir því að getað kalla sig norræna velferðarstjórn.

Lilja sagði sig úr VG árið 2011 og er núna þingmaður utan flokka. Hún studdi vantrausttillögu sem lögð var fram 2011 og hún sagði í umræðum um vantrausttillögu Þórs í dag að hún hefði ekki stutt ríkisstjórnina í tvö ár.

Jón Bjarnason, sem sagði sig úr VG í vetur, gagnrýndi einnig ríkisstjórnina í umræðunum, sérstaklega fyrir hvernig hún hefði staðið sig í Evrópumálum. Hann sagði þó ekki með skýrum hætti hvernig hann ætlaði að greiða atkvæði um tillögu Þórs.

Atli Gíslason, sem sagði sig úr VG á sama tíma og Lilja, er fjarverandi í dag og mun því ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu um vantraust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert