„Ef allar skuldbindingar bandaríska ríkisins (einnig halli velferðarkerfisins) eru lagðar saman er ríkisskuld USA uppi í óskiljanlegum 71þúsund milljörðum dollara (9.000.000.000.000.000.000,00 ísl. kr.). Skuldaaukningin er 10 milljónir dollara (1,3 milljarðar ísl. kr.) á mínútu. Uppundir helmingur Bandaríkjamanna fær fé úr einhverjum velferðarsjóðum ríkisins og fer fjölgandi,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, fv. ritari Smáfyrirtækjabandalags Evrópu, í grein í Morgunblaðinu í dag.
Í grein sinni segir Gústaf Adolf m.a.: „Þegar peningaskorti banka í ESB er bætt við verður útkoman ógnvekjandi. Engan þarf að undra áætlun ESB um bankasamband til að sælast í peninga þeirra landa, sem betur mega sín. T.d. voru eigur innistæðutryggingasjóða á Spáni fyrir skömmu neikvæðar um milljarða evra og þeir löngu gjaldþrota. Þá þarf að taka peningana annars staðar frá.“
Lokaorð greinarinnar: „Almenningi blæðir og enginn veit hvað gerist, þegar stóri hvellurinn kemur. Og þó. Við höfum séð það áður: 50% hrun verðbréfamarkaða, þjóðfélagsleg upplausn og framgangur ólýðræðisafla með skelfilegum afleiðingum fyrir mannkyn allt.“