Guardian segir frá afskiptum Jóns Ásgeirs af fréttaflutningi

Jón Ásgeir Jóhannesson og Gestur Jónsson verjandi hans.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Gestur Jónsson verjandi hans. mbl.is

Breska blaðið Guardian segir frá því í dag að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi reynt að hafa áhrif á fréttaflutning fjölmiðla í eigu eiginkonu hans, þegar fjallað var um mál sem tengjast honum sjálfum.

Sagt er frá því að viðskiptaritstjóri Stöðvar 2 hafi skrifað grein þar sem hann gagnrýnir Jón Ásgeir fyrir að reyna að hafa áhrif á fréttaflutning af honum sjálfum. Fram kemur í fréttinni að Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, hafi staðfest að Jón Ásgeir hafi lýst óánægju sinni með fréttaflutning blaðsins af honum sjálfum og hafi reynt að hafa áhrif á fréttaflutning um mál sem honum tengjast.

Í fréttinni segir að Jón Ásgeir hafi verið ákærður fyrir lögbrot vegna viðskipta sem hann stóð að fyrir hrun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert