Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, sagði nei þegar atkvæði voru greidd á Alþingi um vantraust á ríkisstjórnina.
Þráinn hafði fyrr í þessum mánuði gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir hvernig hún hefði haldið á stjórnarskrármálinu. Hann sagði á þingi í dag að menn væru engu skrefi nær því að ná þessu máli fram með því að fella ríkisstjórnina.