Tillaga um vantraust felld á þingi

Tillaga Þórs Saari um vantraust á ríkisstjórnina var felld á …
Tillaga Þórs Saari um vantraust á ríkisstjórnina var felld á Alþingi í dag með 32 atkvæðum gegn 29. Einn þingmaður sat hjá. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tillaga Þórs Saari um vantraust á ríkisstjórnina var felld á Alþingi í dag með 32 atkvæðum gegn 29. Einn þingmaður sat hjá.

Fyrst voru greidd um fyrstu málsgrein tillögunnar sem fjallaði um vantraust á ríkisstjórnina.

Þar sem tillagan var felld kom ekki til þess að greidd væru atkvæði um síðari hluta tillögunnar sem fjallaði um að þing yrði rofið og efnt yrði til almennra þingkosninga. Þar segir einnig að fram að kjördegi sitji ríkisstjórn skipuð fulltrúum allra flokka á þingi.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar studdu tillöguna. Það gerði einnig Lilja Mósesdóttir, en Jón Bjarnason sat hins vegar hjá í atkvæðagreiðslunni.

Allir þingmenn Samfylkingarinnar, VG og Bjartrar framtíðar greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Birgitta Jónsdóttir sagði þegar hún gerði grein fyrir tillögu sinni að það væri misskilningur hjá Katrínu Jakobsdóttur og Árna Páli Árnasyni að hægt væri að semja við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um framgang málsins á næsta þingi. Umboð þingmanna félli niður í lok kjörtímabilsins og það væri ekki hægt að skuldbinda þingmenn næsta þings. Hún tók fram þegar hún greiddi atkvæði að hún vonaði að ríkisstjórnin félli ekki í atkvæðagreiðslunni.

Guðmundur Steingrímsson minnti á að þetta þing gæti ekki klárað þetta mál. Gildandi stjórnarskrá gerði ráð fyrir að samþykkja þyrfti stjórnarskrárbreytingu á tveimur þingum. Hann hvatti þingmenn til að styðja þá málamiðlunartillögu sem hann og formenn Samfylkingar og VG hefðu lagt fram.

Þór Saari á Alþingi í dag
Þór Saari á Alþingi í dag mbl.is/Ómar Óskarsson
Frá atkvæðagreiðslunni á Alþingi
Frá atkvæðagreiðslunni á Alþingi mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert