Verjum sparnað landsmanna

Hrafn Magnússon
Hrafn Magnússon

„Árið 1979 voru sett lög á Alþingi um verðtrygg­ingu fjár­skuld­bind­inga. Hvernig var ástand pen­inga­mála á þess­um tíma? Spari­fé lands­manna hafði þá um langt skeið fuðrað upp í verðbólgu­bál­inu og það litla láns­fé sem var í um­ferð var lánað með nei­kvæðum raun­vöxt­um,“ seg­ir Hrafn Magnús­son, fv frkv­stj. Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Hrafn seg­ir m.a. í grein sinni: „Sum­ir segja að ekki sé sann­gjarnt að lánþegar verðtryggðra lána beri ein­ir verðbólgu­áhætt­una. Í því sam­bandi má benda á að greiðslu­byrðin minnk­ar ef laun hækka meira en verðlag. Sag­an seg­ir okk­ur sem bet­ur fer að þannig hef­ur það verið á liðnum árum. En til skamms tíma geta komið tíma­bil þar sem verðlag hækk­ar meira en laun.“

Loka­orð fram­kvæmda­stjór­ans fyrr­ver­andi: „Nú eru liðnir nokkr­ir ára­tug­ir frá því að sett voru lög á Alþingi um verðtrygg­ingu fjár­skuld­bind­inga og spari­fjár. Við meg­um ekki fórna þeim ávinn­ingi með ein­hverri til­rauna­starf­semi um af­nám verðtrygg­ing­ar­inn­ar. Spor­in hræða og tíma­bil sem ríkti á láns­fjár­markaðinum fyr­ir árið 1979 get­ur hæg­lega komið aft­ur fyrr en var­ir. Vill þjóðin það?“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert