Verjum sparnað landsmanna

Hrafn Magnússon
Hrafn Magnússon

„Árið 1979 voru sett lög á Alþingi um verðtryggingu fjárskuldbindinga. Hvernig var ástand peningamála á þessum tíma? Sparifé landsmanna hafði þá um langt skeið fuðrað upp í verðbólgubálinu og það litla lánsfé sem var í umferð var lánað með neikvæðum raunvöxtum,“ segir Hrafn Magnússon, fv frkvstj. Landssamtaka lífeyrissjóða, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hrafn segir m.a. í grein sinni: „Sumir segja að ekki sé sanngjarnt að lánþegar verðtryggðra lána beri einir verðbólguáhættuna. Í því sambandi má benda á að greiðslubyrðin minnkar ef laun hækka meira en verðlag. Sagan segir okkur sem betur fer að þannig hefur það verið á liðnum árum. En til skamms tíma geta komið tímabil þar sem verðlag hækkar meira en laun.“

Lokaorð framkvæmdastjórans fyrrverandi: „Nú eru liðnir nokkrir áratugir frá því að sett voru lög á Alþingi um verðtryggingu fjárskuldbindinga og sparifjár. Við megum ekki fórna þeim ávinningi með einhverri tilraunastarfsemi um afnám verðtryggingarinnar. Sporin hræða og tímabil sem ríkti á lánsfjármarkaðinum fyrir árið 1979 getur hæglega komið aftur fyrr en varir. Vill þjóðin það?“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka