Yfir tuttugu framboð búa sig undir kosningar

Kjörseðillinn verður stór í ár.
Kjörseðillinn verður stór í ár. mbl.is/Ómar

Tvö ný framboð vegna komandi alþingiskosninga voru kynnt um helgina. Þau bætast við 20 framboð sem þegar hafa fengið úthlutaðan listabókstaf eða lýst yfir framboði. Við síðustu kosningar voru sjö framboð á kjörseðlinum.

Bjarni Harðarson og fleiri fyrrverandi framámenn úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði undirbúa ásamt fleirum framboð í öllum kjördæmum. Bjarni er að safna undirskriftum undir umsókn um listabókstaf. Halldór Gunnarsson í Holti sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund á dögunum kynnti einnig framboð nýs flokks í gær.

Í umfjöllun um framboðsmálin í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þegar hafa 18 flokkar og framboð fengið úthlutaðan listabókstaf vegna kosninganna og að auki hafa Kristin stjórnmálasamtök og Landsbyggðarflokkur boðað framboð, auk framboðanna tveggja sem kynnt voru um helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert