Gagnrýna myndatökubann harðlega

Ljósmyndurum var bannað að fara inn á völlinn og mynda …
Ljósmyndurum var bannað að fara inn á völlinn og mynda fagnaðarlæti eftir að Valur vann Fram í bikarnum. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Blaðaljós­mynd­ara­fé­lags Íslands gagn­rýn­ir harka­lega að ljós­mynd­ari hafi ekki fengið að sinna starfi sínu í Laug­ar­dals­höll­inni á sunnu­dag­inn. Þetta kem­ur fram í álykt­un frá fé­lag­inu.

„Stjórn Blaðaljós­mynd­ara­fé­lags Íslands lýs­ir furðu sinni á að veist sé að starf­andi at­vinnu­ljós­mynd­ara á vett­vangi að til­efn­is­lausu og krefst þess að hann verði beðinn af­sök­un­ar á því að gengið hafi verið fram af offorsi gegn hon­um þar sem hann var að sinna störf­um sín­um á bikar­úr­slita­leik í hand­knatt­leik í Laug­ar­dals­höll sunnu­dag­inn 10. mars 2013. 

Það er frá­leitt að setja nýj­ar verklags­regl­ur á kapp­leikj­um í hand­bolta án þess að kynna þær fyr­ir­fram og að þær séu þess eðlis að fjöl­miðlar geti ekki sinnt eðli­legri frétta­öfl­un. Við krefj­umst þess jafn­framt að eðli­leg kurt­eisi verði í há­veg­um höfð svo all­ir sem að frétta­öfl­un komi geti sinnt starfi sínu á sem eðli­leg­ast­an og þægi­leg­ast­an hátt, eins og ára­tuga­hefð er fyr­ir. 

Við hljót­um einnig að fara fram á að fá upp­lýs­ing­ar um það hverj­ir hafi samþykkt nýj­ar regl­ur um aðgang fjöl­miðla að kapp­leikj­um í hand­knatt­leik og hvenær þær hafi verið samþykkt­ar. 

Telji menn nauðsyn­legt að setja nýj­ar regl­ur um aðkomu fjöl­miðla að leikj­um í hand­knatt­leik lýs­ir stjórn Blaðaljós­mynd­ara­fé­lags Íslands því yfir að hún sé reiðubú­in að koma að gerð slíkra reglna,“ seg­ir í álykt­un stjórn­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert