Hafa rætt um RÚV i allan dag

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður í ræðustól.
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður í ræðustól. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingmenn á Alþingi hafa í allan dag rætt um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið. Það eru fyrst og fremst sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem hafa tekið þátt í umræðunni.

Ellefu mál eru á dagskrá þingsins í dag, en enn er verið að ræða annað dagskrármálið. Samþykkt var fyrr í dag að halda fundi áfram fram eftir kvöldi.

Á morgun á samkvæmt starfsáætlun þingsins að fara fram eldhúsdagsumræður.

Samkvæmt starfsáætluninni á þingfrestun að fara fram nk. föstudag, en Árni Þór Sigurðsson, einn af varaforsetum þingsins, sagði í morgun óvíst að sú áætlun héldi. Þingkosningar fara síðan fram 27. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert