Mikil aukning í útflutningi á heyi

Sverrir

Mikil sókn er í útflutningi á heyi frá Íslandi. Í fyrra jókst útflutningur um 27% en frá árinu 2006 hefur útflutningur tæplega sexfaldast.

Andvirðið var 58,5 milljónir króna í fyrra og jókst um 15,7 milljónir á milli ára.

Í umfjöllun um útflutning þennan í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að alls voru tæp 1.708 tonn flutt út á síðasta ári og af þeim fóru 1623,4 tonn til Færeyja en auk þess fór hey frá Íslandi til Belgíu, Hollands og Frakklands. Tveir heysalar eru með um 80% markaðshlutdeild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert