Reyndu að smygla 500 grömmum af kókaíni

Fangaklefi á Litla Hrauni.
Fangaklefi á Litla Hrauni. mbl.is/Brynjar Gauti

Tveir karl­ar frá Lit­há­en, ann­ar um þrítugt en hinn á fimm­tugs­aldri, sitja nú í gæslu­v­arðhaldi í tengsl­um við fíkni­efna­mál, sem er til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Menn­irn­ir, sem komu hingað frá Bretlandi í síðustu viku, voru hand­tekn­ir sl. föstu­dag og úr­sk­urðaðir dag­inn eft­ir í gæslu­v­arðhald til 15. mars, en ann­ar þeirra reynd­ist hafa inn­vort­is um 500 grömm af ætluðu kókaíni.

Þriðji maður­inn, Íslend­ing­ur á þrítugs­aldri, var svo hand­tek­inn í gær, en sá er grunaður um aðild að mál­inu og hef­ur hann einnig verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 15. mars, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert