Erfiðast að fara á klósettið

Íþróttafræðingurinn Fannar Karvel ákvað að skuldbinda sig til að notast við hjólastól í dag. Hann segir litlu hlutina vera erfiðasta, einföld atriði á borð við klósettferðir og að ýmsir vegatálmar: mottur og smásteinar geti orðið að stórum vandamálum.

Fannar hefur þjálfað fólk með mænuskaða, þeirra á meðal er Arna Sigríður Albertsdóttir sem slasaðist á skíðum í Noregi fyrir rúmum sex árum síðan, hlaut mænuskaða og er bundin við hjólastól, og því ákvað Fannar prufa sig að setja sig í spor þeirra sem nota hjólastóla, sem hann telur reyndar að öllum væri hollt að prufa.

Hann segir þó líklegast að reynslan breyti því hvernig hann líti á þá sem eru heilbrigðir, og hvernig margir takast á við lífið, frekar en þá sem glíma við fatlanir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert