„Ég var svona tveggja ára þegar ég kom hingað síðast og mig langaði að koma aftur, hitta fjölskyldu mína og læra aðeins um mínar íslensku rætur.“
Þetta segir Reynir Authunsson, annar hálfíslenski tvíburabróðurinn sem fær ekki dvalarleyfi hér á landi samkvæmt nýlegri ákvörðun Útlendingastofnunar sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu og samtali við Reyni í dag kemur fram, að Reynir og tvíburabróðir hans Brynjar Rory ætla að kæra málið til innanríkisráðuneytisins. Þeir hafa óskað eftir leyfi til að dvelja hér meðan málið er til meðferðar en enn er óljóst hvort það leyfi fæst.