Hættur í hægum vexti

Væntingar um erlenda fjárfestingu gengu ekki eftir.
Væntingar um erlenda fjárfestingu gengu ekki eftir. mbl.is/Golli

„Þegar öll kurl eru komin til grafar kann hagvöxtur að hafa verið neikvæður í fyrra. Þetta er bráðabirgðauppgjör hjá Hagstofu Íslands og það getur tekið nokkur ár að koma í ljós hver hinn raunverulegi hagvöxtur var 2012. Það tekur tíma að safna gögnum og vinna úr upplýsingum.“

Þetta segir Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Analytica, í umfjöllun um hagvaxtarmálin í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er sú áætlun Hagstofunnar að hagvöxtur hafi verið 1,6% í fyrra eða talsvert undir væntingum.

Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir væntingar um fjárfestingu hafa brugðist. Það sé meginskýringin á minni hagvexti en spáð var. Fjármálasérfræðingar greina hættumerki í litlum hagvexti og er m.a. horft til hættunnar á svonefndri kreppuverðbólgu næstu árin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert