Hættur í hægum vexti

Væntingar um erlenda fjárfestingu gengu ekki eftir.
Væntingar um erlenda fjárfestingu gengu ekki eftir. mbl.is/Golli

„Þegar öll kurl eru kom­in til graf­ar kann hag­vöxt­ur að hafa verið nei­kvæður í fyrra. Þetta er bráðabirgðaupp­gjör hjá Hag­stofu Íslands og það get­ur tekið nokk­ur ár að koma í ljós hver hinn raun­veru­legi hag­vöxt­ur var 2012. Það tek­ur tíma að safna gögn­um og vinna úr upp­lýs­ing­um.“

Þetta seg­ir Yngvi Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri ráðgjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Ana­lytica, í um­fjöll­un um hag­vaxt­ar­mál­in í Morg­un­blaðinu í dag. Til­efnið er sú áætl­un Hag­stof­unn­ar að hag­vöxt­ur hafi verið 1,6% í fyrra eða tals­vert und­ir vænt­ing­um.

Gylfi Magnús­son, dós­ent við viðskipta­fræðideild Há­skóla Íslands, seg­ir vænt­ing­ar um fjár­fest­ingu hafa brugðist. Það sé meg­in­skýr­ing­in á minni hag­vexti en spáð var. Fjár­mála­sér­fræðing­ar greina hættu­merki í litl­um hag­vexti og er m.a. horft til hætt­unn­ar á svo­nefndri kreppu­verðbólgu næstu árin.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert