Magnús sagði upp hjá 365

Magnús Halldórsson viðskiptafréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis.
Magnús Halldórsson viðskiptafréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Magnús Halldórsson, viðskiptaritstjóri Vísis og Stöðvar 2, hefur sagt upp störfum. Magnús skrifaði pistil á Vísi.is nýverið þar sem hann gagnrýndi afskipti Jóns Ásgeirs Jóhannessonar af ritstjórn miðlanna. Jón er eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda 365.

Miklar mannabreytingar hafa verið í helstu stjórnunarstöðum 365 undanfarna daga. Þórður Snær Júlíusson, viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins sagði upp í síðustu viku. Mikael Torfason var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins við hlið Ólafs Stephensen nokkrum dögum áður. Skömmu síðar hætti Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, störfum en hún hafði unnið á Fréttablaðinu allt frá stofnun þess.

Magnús mun starfa hjá 365 til 1. júní nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert