Sýning á náttúru Íslands verður opnuð í Perlunni haustið 2014. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu samning um leigu á aðstöðu fyrir náttúruminjasýningu í Perlunni í dag, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Þar kemur jafnframt fram, að Náttúruminjasafn Íslands muni fá varanlegt húsnæði undir sýningu sem ætlað sé að auka vitund og þekkingu landsmanna á náttúru Íslands. Sýningunni er ætlað að hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.