Landmælingar Íslands gætu lokið við gerð kortagrunns um vegi og vegslóða á hálendi Íslands á tveimur árum, að því gefnu að fjármagn fáist til að ljúka kortlagningunni og að sveitarfélögin ljúki skipulagsvinnu þ.e. að taka ákvarðanir um hvaða vegir og slóðar eigi að vera opnir almennri umferð.
Þetta segir Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmællinga Íslands í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Í frumvarpi til nýrra náttúruverndarlaga er mælt fyrir um opinberan kortagrunn um vegi og vegslóða sem heimilt er að aka um. Þegar umhverfisráðherra hefur sett reglugerð um kortagrunninn telst akstur utan þeirra vega og slóða í kortagrunninum vera utanvegaakstur. Áform um kortagrunninn hafa verið gagnrýnd m.a. af hópnum sem stendur á bak við Ferðafrelsi.is.