Vilja fund með forstjóra Landsvirkjunar

Landsvirkjun hefur á að undanförnu kynnt skýrslur um landbrot á …
Landsvirkjun hefur á að undanförnu kynnt skýrslur um landbrot á bökkum Lagarfljóts og um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríkið í fljótinu mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkti að óska eftir fundi sem fyrst með forstjóra Landsvirkjunar, til að ræða m.a. umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar á Lagarfljót, á nýafstöðnum bæjarráðsfundi. 

„Þetta er nú ekki eitthvað sem kom okkur stórkostlega á óvart. Það var búið að ræða þetta og menn vissu að eitthvað svona myndi gerast. Ætli við munum ekki ræða um mótvægisaðgerðir og hvað er hægt að gera. Ákveðnum hlutum verður ekki breytt og við vitum það vel en það þarf að fara yfir hvernig þessi mál hafa þróast,“ segir Sigrún Blöndal bæjarfulltrúi L-lista, í samtali við mbl.is.

Jafnframt var samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Orkustofnunar til að fara yfir skilmála virkjanaleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjana. 

„Vatnasvæðið verulega laskað“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka