Dauðakyrrð í kvöldhúmi (myndir)

Á heimleiðinni að loknum íbúafundinum á Reykhólum á sunnudag mátti Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli ekki við bindast vegna þeirrar fegurðar sem við honum blasti í dauðakyrru dimmbláu kvöldhúminu í Reykhólasveit. Þegar inn á Hrafnanesið kom undir hlíðinni minni fríðu greip hann myndavélina og miðaði henni austur yfir Berufjörðinn þar sem Borgarlandið er fyrir handan, segir í frétt á Reykhólavefnum.

 Í fréttinni segir ennfremur:

Þó að enginn sé hér jökullinn koma samt upphafsorðin í Heimsljósi Kiljans í hugann:

 Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í­ himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar rí­kir fegurðin ein, ofar hverri kröfu. 

En þó að myndirnar séu fallegar finnst Sveini að þær túlki ekki nema lítillega þá himinbláu hafbláu húmbláu dýrð sem þarna mætti honum við blíðan Berufjörð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert