Lyktarmengun af urðunarstað sorpúrgangs í Álfsnesi hefur verið íbúum í Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ til ama undanfarin ár.
Lyktarmengunarvarnir Sorpu hafa ekki borið árangur. „Við sjáum enga lausn nema þá að starfsemin fari af svæðinu,“ segir Rúnar Þór Guðbrandsson, formaður íbúasamtaka Leirvogstunguhverfis, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.