Snortinn yfir velvild Íslendinga

Mikið tjón varð í Kulusukk á Grænlandi þegar tónlistarhús brann …
Mikið tjón varð í Kulusukk á Grænlandi þegar tónlistarhús brann til kaldra kola Lars-Peter Sterling

Tónlistarhús í Kulusuk brann til grunna síðustu helgi. Í húsinu var safn hljóðfæra auk tækjabúnaðar. Tjónið var þó ekki aðeins fjárhagslegt því í brunanum missti unga fólkið í þorpinu samkomustað sinn og afþreyingu.

Vinir Grænlands á Íslandi voru ekki lengi að bregðast við og standa nú fyrir hljóðfæra- og peningasöfnun. Að sögn Hrafns Jökulssonar hefur söfnunin farið vel af stað. „Margir hafa lýst yfir stuðningi við þetta góða málefni,“ segir hann.

Laugardaginn 23. mars nk. milli kl. 14–17 verða haldnir tónleikar í Hörpu undir yfirskriftinni „Með kærri kveðju til Kulusuk“. Fram koma fjölmargir tónlistarmenn og hljómsveitir og ókeypis verður inn á tónleikana. Tekið verður á móti frjálsum framlögum og hljóðfærum á staðnum.

Lars Peter Stirling, skólastjóri í Kulusuk, er að sögn Hrafns djúpt snortinn yfir velvilja Íslendinga. „Hann þakkar þeim fjölmörgu einstaklingum sem koma að söfnuninni,“ segir Hrafn.

Tekið er við hljóðfærum í Tónastöðinni, Skipholti 50d, út vikuna. Íbúum á landsbyggðinni sem vilja leggja málefninu lið er bent á Facebook-síðuna „Söfnun vegna bruna í Kulusuk“ eða á netfangið hrafnjokuls@hotmail.com

Söfnunarreikningur hefur verið opnaður vegna brunans:

Reikningsnúmer: 0322-26-002082
Kennitala: 430394-2239

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert