Frumvarp að nýrri stjórnarskrá hefur verið lagt fram á Alþingi sem breytingatillaga við frumvarp formanna Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Bjartrar framtíðar þar sem gert er ráð fyrir að gerðar verði ákveðnar lágmarksbreytingar á stjórnarskránni og stefnt að því að halda vinnu við heildarendurskoðun hennar áfram á næsta kjörtímabili.
Það er Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem er flutningsmaður breytingartillögunnar sem lögð var fram í dag.