Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna skorar á Ögmund Jónasson innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að skýrsla um mótmælin á Austurvelli í janúar 2009 verði gerð opinber.
Þetta kemur fram í ályktun frá SUF.
„Það er skoðun ungra farmsóknarmanna að þingmenn sem grafa undan öryggi lögreglumanna, sem leggja líf sitt og limi í stór hættu við að sinna lögbundnum skyldum sínum, svo sem að upplýsa glæpi og vera “lífvarðartittir”, hafi ekkert erindi í þá vinnu að setja landslög sem lögreglumönnum ber að fylgja. Annað er svívirðing við Lögregluna, sem 82% landsmanna treysta samkvæmt könnunum,“ segir í ályktuninni.
Þá skorar stjórn Sambands ungra framsóknarmanna einnig á lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að afhenda forseta Alþingis skýrslu Geirs Jóns Þórissonar til að tekin verði af öll tvímæli um það hátterni þingmanna sem þar er fjallað um.