Ekki í nafni allrar íslensku þjóðarinnar

Sam­tök­in '78, hags­muna- og bar­áttu­sam­tök sam­kyn­hneigðra, tví­kyn­hneigðra og trans­g­end­er fólks á Íslandi, vilja í fyllstu kurt­eisi lýsa því yfir að for­seti Íslands skrifaði svo sann­ar­lega ekki fyr­ir hönd allra lands­manna þegar hann sendi ný­kjörn­um páfa heilla­óska­kveðju í nafni ís­lensku þjóðar­inn­ar.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um.

„Páfag­arður og nýj­asti for­ingi hans hef­ur ít­rekað haft uppi hat­urs­fulla og meiðandi orðræðu í garð hinseg­in fólks, en Frans páfi lík­ir ætt­leiðing­um sam­kyn­hneigðra við barnam­is­notk­un og tel­ur hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra verk djöf­uls­ins. Vatíkanið hef­ur einnig unnið gegn notk­un getnaðar­varna og skipt sér af líköm­um og sjálfræði kvenna. Sam­tök­in ´78 hafa ekki áhuga á að senda slíku embætti heilla­ósk­ir og olli það von­brigðum að svo hefði verið gert fyr­ir hönd fé­lags­manna, í gegn­um embætti for­seta Íslands. Það er sær­andi fyr­ir hinseg­in fólk og úr takti við stefnu lands og þjóðar í mann­rétt­inda­mál­um. Þess í stað senda Sam­tök­in ´78 von­arkveðju til páfa um að hann vakni úr mar­tröð miðalda og byrji að beita sér fyr­ir mann­rétt­ind­um allra. Vilja sam­tök­in bjóða hon­um og sam­starfs­mönn­um í Vatíkan­inu á fræðslufund sér að kostnaðarlausu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Frétt mbl.is: For­set­inn sendi páfa heilla­ósk­ir

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert