Ísland aðili að þróunarsamvinnunefnd OECD

Ísland varð í gær aðili að þró­un­ar­sam­vinnu­nefnd Efna­hags og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD DAC), eins og stefnt hef­ur verið að sam­kvæmt áætl­un um alþjóðlega þró­un­ar­sam­vinnu Íslands 2011-2014, sem samþykkt var á Alþingi í júní 2011. Að því til­efni lýsti Erik Sol­heim, formaður nefnd­ar­inn­ar, því yfir að um sögu­lega stund væri að ræða, Ísland eigi að baki yfir 30 ára reynslu af þró­un­ar­sam­vinnu og eigi fullt er­indi í nefnd­ina.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Þró­un­ar­sam­vinnu­nefnd­in er sam­starfs­vett­vang­ur OECD ríkja sem veita þró­un­araðstoð sam­kvæmt sam­eig­in­leg­um viðmiðum um fram­kvæmd aðstoðar og stuðlar að fag­legu aðhaldi. Við aðild Íslands eiga nú 25 ríki af 34 aðild­ar­ríkj­um OECD sæti í nefnd­inni.

Ný­lega vann sendi­nefnd á veg­um DAC sér­staka út­tekt á um­gjörð alþjóðlegr­ar þró­un­ar­sam­vinnu Íslands, sem sýndi fram á burði Íslands til aðild­ar. Niður­stöður út­tekt­ar­inn­ar voru mjög já­kvæðar: Þró­un­ar­sam­vinna Íslands byggi á traust­um og fag­leg­um grunni og aðdá­un­ar­vert sé að Ísland hafi skuld­bundið sig til að auka fram­lög til þró­un­ar­sam­vinnu þrátt fyr­ir erfiðar efna­hags­leg­ar aðstæður.

Aðild Íslands að þró­un­ar­sam­vinnu­nefnd­inni mark­ar straum­hvörf í þátt­töku Íslend­inga á vett­vangi alþjóðlegr­ar þró­un­ar­sam­vinnu. Með aðild að nefnd­inni geng­ur Ísland í hóp þeirra ríkja sem fremst standa á sviði þró­un­ar­sam­vinnu og leggja metnað sinn í að veita skil­virka og ár­ang­urs­ríka þró­un­araðstoð. Sem aðild­ar­ríki get­ur Ísland þannig, með mark­viss­ari hætti, unnið að því að auka ár­ang­ur þró­un­ar­sam­vinnu Íslands enn frek­ar og tryggt að hún stand­ist sam­an­b­urð við það besta sem ger­ist á alþjóðavett­vangi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka