Minni fiskgengd er í Lagarfljóti

Mikið hefur dregið úr fiskgengd og fiskveiði í Lagarfljóti og hliðarám þess eftir að farið var að veita vatni frá Kárahnjúkavirkjun í fljótið, að sögn Jósefs Valgarðs Þorvaldssonar, formanns Veiðifélags Lagarfljóts.

Hann nefndi til dæmis mann sem veiddi 200-300 laxa á ári í net á árum áður en fékk aðeins tvo fiska í netin í fyrra. Sá býr fyrir neðan Lagarfoss.

„Það hefur verið minnkandi veiði,“ sagði Jósef. „Það var alveg vitað að svona færi. Til að fiskur rati upp í vatn þarf hann að sjá. Rýnið er orðið svo til ekkert í fljótinu.“

Jósef sagði að veiðin hefði minnkað báðum megin við laxastigann hjá Lagarfossi. Stangveiði hefur verið stunduð í hliðarám Lagarfljóts en svolítil netaveiði hefur verið í fljótinu sjálfu frá fornu fari.

Við Lagarfljót.
Við Lagarfljót.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert