Sakar Margréti um klækjastjórnmál

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar.
Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Breytingartillaga Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, við frumvarp formanna Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Bjartrar framtíðar til breytinga á stjórnarskránni „gefur stjórnarandstöðu fullkomna afsökun til að tefja málið allt í málþófi og drepa það“ komi það til atkvæða.

Þetta segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni í dag en hann er talsmaður fyrir frumvarp formanna stjórnmálaflokkanna þriggja innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Eins og mbl.is hefur fjallað um lagði Margrét frumvarp að nýrri stjórnarskrá fram í gær sem breytingatillögu við frumvarp formannanna en Magnús sagði í gær tillöguna setja stjórnarskrármálið í uppnám.

„Sáttatillagan um að tryggja málinu framgang inn á næsta kjörtímabil og vinna það betur afvopnar andstæðinga ferilsins fullkomlega og tryggir endurskoðun stjórnarskrár framhaldslíf. Eigum við að reyna að breyta stjórnmálamenningunni? Að breyta stjórnarskrá Íslands með klækjastjórnmálum er ekki í þeim anda. Ef maður vill breytingar, þá verður maður að byrja á sjálfum sér,“ segir hann ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert