Boðaður hefur verið fundur á Alþingi á morgun. Á dagskrá eru að stærstum hluta sömu mál og voru á dagskrá í dag.
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta þingfundum í dag, en fullkomin óvissa ríkir um hvenær þinginu lýkur. Ekkert samkomulag er um afgreiðslu mála, en fjölmörg mál eru óafgreidd á þinginu. Nokkur ný frumvörp voru lögð fram á þingi í gær.
Stjórnarflokkarnir hafa í dag rætt sín á milli um stjórnarskrármálið og hvernig eigi að halda á því á síðustu dögum þingsins. Ekki hefur náðst í formenn Samfylkingarinnar og VG til að fá upplýsingar um niðurstöður málsins.