Þingfundur á laugardegi

Morgunblaðið/Kristinn

Boðaður hef­ur verið fund­ur á Alþingi á morg­un. Á dag­skrá eru að stærst­um hluta sömu mál og voru á dag­skrá í dag.

Sam­kvæmt starfs­áætl­un Alþing­is átti að fresta þing­fund­um í dag, en full­kom­in óvissa rík­ir um hvenær þing­inu lýk­ur. Ekk­ert sam­komu­lag er um af­greiðslu mála, en fjöl­mörg mál eru óaf­greidd á þing­inu. Nokk­ur ný frum­vörp voru lögð fram á þingi í gær.

Stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa í dag rætt sín á milli um stjórn­ar­skrár­málið og hvernig eigi að halda á því á síðustu dög­um þings­ins. Ekki hef­ur náðst í for­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og VG til að fá upp­lýs­ing­ar um niður­stöður máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert