Um 2.000 fjölskyldur fái lánsveðsbætur

Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem íbúðareigendum sem hafa tekið fasteignaveðlán til kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði með veði í fasteign annarra, eru tryggðar sérstakar vaxtabætur, svonefndar lánsveðsvaxtabætur.

Sett er að skilyrði að íbúðareigandi hafi átt fasteignina 31. desember 2010 og hafi ekki fengið höfuðstól lána lækkaðan fyrir gildistöku laganna. Ennfremur eru þau skilyrði sett að lánsveðsvaxtabætur gildi einungis um fasteignaveðlán sem stofnað var til vegna fasteignakaupa sem fóru fram á tímabilinu 1. janúar 2004 til og með 31. desember 2008.

Fram kemur í skýringum með frumvarpinu að áætlað er að þessar aðstæður eigi við u.þ.b. 2.000 heimili. Lánsveðsvaxtabætur skulu nema 2% af mismun á eftirstöðvum allra fasteignaveðlána 31. desember 2010 og 110% af fasteignamati fasteignarinnar. Lánsveðsvaxtabætur mega ekki vera hærri en 160 þúsund kr. hjá einstaklingi og 280 þúsund kr. hjá hjónum og sambúðarfólki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert