Um 2.000 fjölskyldur fái lánsveðsbætur

Fjár­málaráðherra hef­ur lagt fram frum­varp á Alþingi þar sem íbúðar­eig­end­um sem hafa tekið fast­eigna­veðlán til kaupa eða bygg­ing­ar á íbúðar­hús­næði með veði í fast­eign annarra, eru tryggðar sér­stak­ar vaxta­bæt­ur, svo­nefnd­ar lánsveðsvaxta­bæt­ur.

Sett er að skil­yrði að íbúðar­eig­andi hafi átt fast­eign­ina 31. des­em­ber 2010 og hafi ekki fengið höfuðstól lána lækkaðan fyr­ir gildis­töku lag­anna. Enn­frem­ur eru þau skil­yrði sett að lánsveðsvaxta­bæt­ur gildi ein­ung­is um fast­eigna­veðlán sem stofnað var til vegna fast­eigna­kaupa sem fóru fram á tíma­bil­inu 1. janú­ar 2004 til og með 31. des­em­ber 2008.

Fram kem­ur í skýr­ing­um með frum­varp­inu að áætlað er að þess­ar aðstæður eigi við u.þ.b. 2.000 heim­ili. Lánsveðsvaxta­bæt­ur skulu nema 2% af mis­mun á eft­ir­stöðvum allra fast­eigna­veðlána 31. des­em­ber 2010 og 110% af fast­eigna­mati fast­eign­ar­inn­ar. Lánsveðsvaxta­bæt­ur mega ekki vera hærri en 160 þúsund kr. hjá ein­stak­lingi og 280 þúsund kr. hjá hjón­um og sam­búðarfólki.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert