Búast má við öflugum norðurljósum

mbl.is/hag

„Kór­ónugos varð á sól­inni í gær­morg­un og mikið ský raf­hlaðinna einda þeytt­ist út í geim­inn. Hluti þess er á leið til jarðar á mikl­um hraða. Einda­skýið kem­ur lík­lega til jarðar síðdeg­is í dag eða í kvöld, en ná­kvæm tíma­setn­ing ligg­ur ekki fyr­ir. Bú­ast má við öfl­ug­um norður­ljós­um um helg­ina,“ seg­ir á vef Veður­stofu Íslands.

Veður­stof­an seg­ir að aðstæður verði ef­laust best­ar á Suður­landi og upp­sveit­um suðvest­an- og vest­an­lands.

Tekið er fram að vest­ast á land­inu gæti þó há­skýjaslæða legið yfir um tíma. Bú­ast megi við skýja­bakka við sjáv­ar­síðuna á Norður­landi vestra, en víða létt­skýjað inn til lands­ins. Skýja­bakki verði um tíma yfir Vest­fjörðum í kvöld og fram á nótt, einkum á sunn­an­verðum Vest­fjörðum, en ann­ars frem­ur létt­skýjað. Á Norður­landi eystra og Aust­ur­landi sé bú­ist við að það verði skýjað að mestu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka