Garðar breyta lítið ásýnd sandsins

Ferðamenn skoða vegsummerki um hlaupið í Múlakvísl.
Ferðamenn skoða vegsummerki um hlaupið í Múlakvísl. mbl.is/Ómar

Áhrif efnistöku úr farvegi Múlakvíslar og gerðar varnargarða á umhverfið eru talin óveruleg í frummatsskýrslu Vegagerðarinnar.

Vegagerðin er að undirbúa byggingu nýrrar brúar á Múlakvísl á Mýrdalssandi í stað brúar sem jökulhlaup tók af fyrir tæpum tveimur árum. Ætlunin er að bjóða verkið út á vormánuðum.

Taka þarf 360 þúsund rúmmetra af möl til að byggja varnargarða og veg við nýja brú, auk 45 þúsund rúmmetra af grjóti. Mölin verður tekin á breiðu gróðurlausu svæði í gömlum farvegi Múlakvíslar. Það er ekki talið líklegt til að breyta ásýnd svæðisins enda muni áin sjálf jafna út verksummerki efnisnámsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert