Minni vanskil fólks og fyrirtækja

Stefán Björnsson
Stefán Björnsson mbl.is/Ómar Óskarsson

„End­ur­skipu­lagn­ing van­skila­lána eft­ir hrun hef­ur gengið eins vel og við mátti bú­ast,“ seg­ir Stefán Þór Björns­son, sér­fræðing­ur á grein­ing­ar­sviði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Stefán kynnti í gær niður­stöður rann­sókn­ar sinn­ar um úr­vinnslu van­skila í ís­lensku fjár­mála­kerfi eft­ir hrun.

Hann seg­ir van­skila­hlut­fall stórra fyr­ir­tækja hafa lækkað hraðast. „Mestu verðmæti ís­lensku bank­anna eru í út­lán­um til stórra fyr­ir­tækja og mest­ur kraft­ur hef­ur farið í að lækka van­skila­hlut­fallið þar. Hlut­fall van­skila hjá ein­stak­ling­um er líka að lækka, en það reis aldrei jafn hratt og hjá stóru fyr­ir­tækj­un­um.“

Árang­ur­inn ekki lak­ari hér

Í rann­sókn­inni bar Stefán sam­an þróun van­skila­hlut­falls eft­ir hrun á Íslandi við sams kon­ar töl­ur frá ann­ar­s­veg­ar Eistlandi, Búlgaríu, Makedón­íu og Rúm­en­íu, og hins­veg­ar töl­ur frá Indó­nes­íu og Taílandi eft­ir fjár­mála­hrunið í Asíu 1997. Niður­stöðurn­ar sýni að ár­ang­ur Íslands í end­ur­skipu­lagn­ingu van­skila­lána hafi ekki verið lak­ari en í öðrum lönd­um. Þó hlut­fall van­skila hafi verið hærra á Íslandi en í öðrum Evr­ópu­lönd­um rétt eft­ir hrun hafi það lækkað hratt en sé enn að hækka í öðrum lönd­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert