Minni vanskil fólks og fyrirtækja

Stefán Björnsson
Stefán Björnsson mbl.is/Ómar Óskarsson

„Endurskipulagning vanskilalána eftir hrun hefur gengið eins vel og við mátti búast,“ segir Stefán Þór Björnsson, sérfræðingur á greiningarsviði Fjármálaeftirlitsins. Stefán kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar um úrvinnslu vanskila í íslensku fjármálakerfi eftir hrun.

Hann segir vanskilahlutfall stórra fyrirtækja hafa lækkað hraðast. „Mestu verðmæti íslensku bankanna eru í útlánum til stórra fyrirtækja og mestur kraftur hefur farið í að lækka vanskilahlutfallið þar. Hlutfall vanskila hjá einstaklingum er líka að lækka, en það reis aldrei jafn hratt og hjá stóru fyrirtækjunum.“

Árangurinn ekki lakari hér

Í rannsókninni bar Stefán saman þróun vanskilahlutfalls eftir hrun á Íslandi við sams konar tölur frá annarsvegar Eistlandi, Búlgaríu, Makedóníu og Rúmeníu, og hinsvegar tölur frá Indónesíu og Taílandi eftir fjármálahrunið í Asíu 1997. Niðurstöðurnar sýni að árangur Íslands í endurskipulagningu vanskilalána hafi ekki verið lakari en í öðrum löndum. Þó hlutfall vanskila hafi verið hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum rétt eftir hrun hafi það lækkað hratt en sé enn að hækka í öðrum löndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka