Þorsteinn sagði sig úr VG

Þorsteinn Bergsson
Þorsteinn Bergsson

Þor­steinn Bergs­son, bóndi og þýðandi, hef­ur sagt sig úr Vinstri­hreyf­ing­unni grænu fram­boði. Þor­steinn bauð sig fram í embætti vara­for­manns VG á lands­fundi flokks­ins í fe­brú­ar.

Þor­steinn ætl­ar að taka annað sætið á lista Regn­bog­ans, nýrr­ar stjórn­mála­hreyf­ing­ar sem Bjarni Harðar­son, Atli Gísla­son og Jón Bjarna­son standa meðal ann­ars að, á Norðaust­ur­landi.

Þetta kem­ur fram í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins í dag. Þor­steinn seg­ir þar að hans sé óánægður með margt í stefnu og störf­um VG, m.a. Evr­ópu­mál­in.

Í frétt Morg­un­blaðsins seg­ir að Jón Bjarna­son muni leiða fram­boðslista Regn­bog­ans í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Jón var í fyrsta sæti VG í kjör­dæm­inu í síðustu kosn­ing­um. Hann sagði sig úr flokkn­um í vet­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert