Þorsteinn Bergsson, bóndi og þýðandi, hefur sagt sig úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Þorsteinn bauð sig fram í embætti varaformanns VG á landsfundi flokksins í febrúar.
Þorsteinn ætlar að taka annað sætið á lista Regnbogans, nýrrar stjórnmálahreyfingar sem Bjarni Harðarson, Atli Gíslason og Jón Bjarnason standa meðal annars að, á Norðausturlandi.
Þetta kemur fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag. Þorsteinn segir þar að hans sé óánægður með margt í stefnu og störfum VG, m.a. Evrópumálin.
Í frétt Morgunblaðsins segir að Jón Bjarnason muni leiða framboðslista Regnbogans í Norðvesturkjördæmi. Jón var í fyrsta sæti VG í kjördæminu í síðustu kosningum. Hann sagði sig úr flokknum í vetur.