Dansandi norðurljós

Úr safni.
Úr safni. mbl.is/hag

Norðurljósaspáin hefur sjaldan verið betri fyrir mjög stóran hluta landsins að sögn Veðurstofu Íslands. Enn mælist talsverð norðurljósavirkni og það er léttskýjað sunnan- og vestantil á landinu.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar, að á föstudagsmorgun hafi orðið kórónugos í sólinni. Spár gærdagsins hafi gert ráð fyrir að agnastraumur frá gosinu næði til jarðar í gærkvöldi og myndi valda aukinni virkni norðurljósa þá. Þær spár gengu ekki eftir og var virknin á laugardagskvöld lítil, auk þess sem tiltölulega óvænt netjuskýjabreiða byrgði sýn til himins á vestanverðu landinu.

Þá segir, að um klukkan sex í morgun hafi loksins mælst aukin virkni norðurljósa vegna agna frá kórónugosinu og hafi virknin mælst há í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka