Konur lesa mun meira en karlar ef marka má tölur frá Amtsbókasafnsins á Akureyri um útlán. Samkvæmt uppgjöri safnsins voru konur 63% lánþega, eða 7.342 á móti 4.396 körlum. Karlarnir virðast hins vegar taka út á kort kvenna, því 80% útlána var á kort kvenna.
Þetta kemur fram í frétt Vikudags. Gestir Amtsbókasafnsins á Akureyri voru 113.219 á síðasta ári, sem er 4% fækkun miðað við árið á undan. Útlán voru samtals 201.327 eintök, sem er 7% samdráttur, þar af voru bækur samtals 144.458. Þessar tölur eru í samræmi við sambærilegar tölur frá öðrum almenningsbókasöfnum bæði hérlendis og erlendis.