Náttúrulegir sterar og hálendisnudd

Allir 14 hópar Start Up Weekend samankomnir á verðlaunaafhendingu í …
Allir 14 hópar Start Up Weekend samankomnir á verðlaunaafhendingu í Háskólanum í Reykjavík í dag mbl.is/Nína Salvarar

Frum­kvöðlaviðburðinum Startup Week­end Reykja­vík lauk í kvöld í Há­skól­an­um í Reykja­vík með verðlauna­af­hend­ingu fyr­ir bestu hug­mynd­ina.

Verk­efnið „Lok­un­in“ varð hlut­skarp­ast í ár. Um er að ræða fyr­ir­tæki sem mun selja band­vídd á niður­hali af net­inu mun ódýr­ar en boðið er upp á í dag.

Fyr­ir­tækið nýt­ir tækni sem bygg­ist á að nota band­vídd gagna­vera sem al­mennt er ekki nýtt í þeim til­gangi að hlaða niður efni frá út­lönd­um. Gagna­ver bjóða band­vídd á lágu verði og með því að nýta lausn Lok­un­ar­inn­ar þá er hægt að bjóða heim­il­um niður­hal á mun lægra verði en al­mennt ger­ist á markaðnum í dag.

Dóm­nefnd valdi verðlauna­hug­mynd­ina og hlaut hún 200 þúsund krón­ur í verðlaun. 

Í 2. sæti var fæðubót­ar­drykk­ur­inn Brodd­ur sem unn­in er úr brodd­mjólk sem er ein­stak­lega nær­ing­ar­rík. Hug­mynda­smiðirn­ir selja mjólk­ina beint frá bónda til neyt­anda, en Jón Páll krafta­jöt­unn vísaði eft­ir­minni­lega til brodds­ins sem „nátt­úru­legra stera“. Drykk­inn er hægt að kaupa á www.abrodd­inn.is 

Í 3. sæti var verk­efni að nafni „Heal­ing Nature“, sem eng­ur út á að bjóða ferðamönn­um upp á nudd og yoga­tíma á há­lend­inu. 

Alls tóku 70 manns þátt í ár með 14 hug­mynd­ir. Er þetta í 2. skiptið sem Startup Week­end fer fram í nú­ver­andi mynd.

Meðal hug­mynda sem þátt­tak­end­ur lögðu fram í ár var snjallsíma­for­ritið og vefsíðan Go­vent, sem safn­ar upp­lýs­ing­um um viðburði í Reykja­vík og læt­ur not­anda vita af áhuga­verðum viðburðum sem eiga sér stað í ná­grenni við not­and­ann. Þar að auki var kynnt­ur til leiks Gró­and­inn, hjálp­ar­hella garðyrkju­manns­ins, sem er for­rit sem er tengt við veður­stöðvar og reikn­ar út hvenær þarf að sá, bera áburð, klippa grein­ar og var­ar við skaðvöld­um á borð við kálflug­ur svo hægt sé að eitra í tæka tíð. 

Vinna langt fram á nótt

Því er ljóst að eng­inn skort­ur var á efni­leg­um hug­mynd­um á viðburðinum, sem að sögn Stef­áns Þórs Helga­son­ar, verk­efna­stjóra hjá Innovit, gekk vel fyr­ir sig og kom þátt­tak­end­um mjög að gagni. „Viðburður­inn á sér stað yfir eina helgi. Fólk kem­ur á föstu­degi ým­ist með hug­mynd eða áhuga á þátt­töku í hug­mynda­vinnu.  Hug­mynda­smiðirn­ir kynna svo hug­mynd­irn­ar sín­ar og reyna að fá aðra þátt­tak­end­ur, hvort sem það eru aðrir hug­mynda­smiðir eða þeir sem hafa gagn­lega þekk­ingu, til liðs við sig og mynda teymi utan um hug­mynd­irn­ar. Það geta til að mynda verið viðskipta­fræðing­ar, graf­ísk­ir hönnuðir, for­rit­un eða ein­hverju slíku,“ seg­ir Stefán Þór.

Á laug­ar­deg­in­um byrja menn svo að þróa hug­mynd­irn­ar af full­um krafti. „Þá komu hingað 10 mentor­ar með ólík­an bak­grunn sem jusu úr skál­um visku sinn­ar yfir þátt­tak­end­ur og aðstoðuðu þá við að móta hug­mynd­irn­ar enn frek­ar. Sum þess­ara teyma hafa nýtt hverja stund yfir helg­ina, byrja 7, 8 á morgn­ana og vinna langt fram á nótt,“ seg­ir Stefán Þór.

Lær­dóm­ur í tapi

Í dag kynntu svo teym­in hvernig þeim gekk, hversu langt þeim tókst að þróa hug­mynd­ina og hvaða hug­mynd­ir þau hafa um fram­haldið. „Mark­miðið er í raun að kom­ast sem lengst með fram­kvæmd hug­mynd­ar­inn­ar, til að mynda tekst sum­um teym­um að koma vöru í sölu áður en helg­in hef­ur runnið sitt skeið á enda,“ seg­ir Stefán Þór. 

Að hans sögn hlýst mik­ill lær­dóm­ur af þátt­tök­unni, jafn­vel þó ekki tak­ist að koma hug­mynd á kopp. „Það er ómet­an­leg reynsla að prófa að vinna í sam­vinnu við aðra að hug­mynd und­ir pressu, þarna próf­ar fólk með lág­marks­áhættu að tækla alls kyns aðstæður sem komið geta upp hjá fyr­ir­tækj­um þar sem ólík­ir ein­stak­ling­ar koma sam­an og gera hug­mynd­ir að raun­veru­leika,“ seg­ir Stefán Þór. 

Tengd frétt: Tengja sam­an hug­mynd­ir og fram­kvæmd.

Hópurinn sem bar sigur úr býtum með verkefnið Lokunin. Um …
Hóp­ur­inn sem bar sig­ur úr být­um með verk­efnið Lok­un­in. Um er að ræða fyr­ir­tæki sem mun selja band­vídd á niður­hali af net­inu mun ódýr­ar en boðið er upp á í dag. mbl.is/​Nína Sal­var­ar
Verkefnið Broddur hafnaði í 2. sæti, en þau selja næringarríka …
Verk­efnið Brodd­ur hafnaði í 2. sæti, en þau selja nær­ing­ar­ríka brodd­mjólk, beint af kúnni til neyt­enda sem fæðubót­ar­efni. Drkk­inn er mbl.is
„Það er ómetanleg reynsla að prófa að vinna í samvinnu …
„Það er ómet­an­leg reynsla að prófa að vinna í sam­vinnu við aðra að hug­mynd und­ir pressu,“ seg­ir Stefán Þór Helga­son verk­efna­stjóri hjá Innovit. Ern­ir Eyj­ólfs­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert